Joomla 3.8 leiðarkerfið

Betra leiðakerfi

Hreinni, styttri og vinalegri URL slóðir!

Nýir valmöguleikar sem gefa þér aukna stjórn á URL slóðum og leiðakerfi, meðal annars með því að heimila vefstjóra að fjarlægja auðkenni úr urlslóðum, virkni sem kallast "remove IDs". Þessar breytingar sem hannaðar eru til að bæta leitarvélabestun geta nýst nýjum vefjum strax frá uppsetningardegi *.

InnleiðingÞróun

Leiðin að Joomla! 4

Þægileg uppfærsla upp í næstu útgáfu

Joomla! 3.8 inniheldur Joomla! 4 samhæfingarvirkni. Kjarna PHP klassar verða færðir yfir í PHP nafnarými í Joomla! 4. Stæstur hluti kjarnaklassa kerfisins hafa þegar verið færðir yfir í nafnarými, til að auðvelda uppfærslur og þróun á viðbótum fyrir Joomla! 3.8. Eins hafa samheitatöflur verið settar upp til að tryggja afturvirkni vegna eldri viðbóta.

Þróun
Joomla 3.8 samhæfingarvirkni
Joomla 3.8 sýnigögn

Sýnigögn

Hægt að setja inn hvenær sem er & á mörgum tungumálum

Vantar sýnigögn vegna prófana? Keyrðu þau inn þegar þú þarft á þeim að halda, með stuðningi við mörg tungumál.
Þróunaraðilar geta sent inn sín eigin sýnigögn.

ÞróunAðlögun
Joomla 3.8 kóðagrunnur

Kóðabreytingar

Hreinni og hraðvirkari kóðagrunnur

Við höfum farið ofan í saumana á kóðagrunninum okkar og hann hefur verið uppfærður til að bæta bæði læsileika og keyrslu tíma.

Þróun
Joomla 3.8 dulkóðunarstuðningur

Stuðningur við dulkóðun

Nýjasta dulkóðunartækni

Kjarna dulkóðunarsafnið styður nýju sodium viðbótina sem verður hluti af PHP 7.2 og allir notendur koma til með að hafa aðgang að viðbótinni í Joomla! á hvaða grunnkerfi og rekstrarumhverfi sem er eins lengi og það er stutt af samfélaginu.

Hikraðu, það er meira ...

Að auki hafa verið gerðar úrbætur til að styðja við þróun, samhæfingu og hönnun vefja!

  • Virknikrækjur fyrir mod_stats í framenda: Nú er hægt að bæta sértækri tölfræði hvaðan sem er við birtingu í framenda #15138**
  • Bættu CSS klassa við myndir á valmyndartenglum: Veitir aukna stjórn yfir útliti mynda sem tengjast valmyndartenglum #16456
  • Tög: Veldu efnisflokk og tög þegar þú býrð til tengil á greinafæði (Catagory Blog) og notaðu tög til að sía greinar og greinaflokka til birtingar í einingunni 'Articles - Categories' #16945
  • Valmyndir í stjórneiningu: Nú er hægt að setja tög á valmyndareiningar og birta þær eftir því hvaða stjórneiningartungumál er í notkun #17215
  • Bæting meta-taga: Möguleiki á að setja inn margar útgáfur af sama <meta>tagi #16583
  • Greinatenglar í skjalasafni (Archive): Nú er hægt að sía skjalasafnið eftir efnisflokkum. #15184
  • Sérsnið valmynda í stjórneiningu: Hannaðu þína eigin forsniðnu valmynd og láttu þína valmynd birtast í stað stöðluðu valmyndarinnar #16451
  • Nýr síunarmöguleiki: Síaðu valmyndartengla út frá yfirtenglum #17060
  • Framsendingarílag (Redirect Plugin): Nýr sprettigluggi gerir þér kleift að breyta stillingum í einu skrefi #16844
  • Höndlun setu: Redis Session Support hefur verið bætt við Joomla! 3.8 #15390

** Smelltu á númer breytingarinnar til að fræðast um hana á GitHub.

Kynnumst virkni Joomla! 3.7 ...

Joomla 3.7 sértækir efnisreitir

Sérsniðnir reitir

Færðu efnisvinnslu upp á annað stig með sérsniðnum reitum!

Hefur þig langað til að birta sértækar upplýsingar í greinum, notendum og tengiliðum? Sérsniðnir reitir gefa þér kost á að birta slíkar upplýsingar í framenda á auðveldan máta.
Sérsniðnir reitir gefa kost á allt að 15 mismunandi gerðum af upplýsingum. Til dæmis listum, textareitum og dagsetningum ... Vefstjórinn hefur fulla stjórn á að búa til nýja reiti fyrir innsetningu greina, notenda og tengiliða. Þegar unnið er með efnið birtast sérsniðnu reitirnir undir sér flipa þar sem hægt er að fylla þá út. Hægt er að hópa sérsniðna reiti saman í hópa og birta í eigin flipa, ef þess er óskað. Aðgangsstýringar, tungumálastýringar, mismunandi útlitsstillingar og margir aðrir möguleikar eru í boði til að sníða reitina og birtingu þeirra að þínum þörfum.
Með ílagsvirkni (plugin events), geta þróunaraðilar viðbóta innlimað þessa sérsniðnu virkni inn í sínar eigin viðbætur. Nýja virknin lítur út fyrir að vera hluti af viðbótinni, líkt og flokkar, tög eða saga.
Nýr ílagshópur (plugin group), “Fields” leyfir þér að skilgreina nýjar, sértækar gerðir af reitum. Til dæmis gæti Twitter ílagskóði birt Tweet í grein þegar visst millumerki er notað.

AðlögunHönnunÞróun
Joomla 3.7 fjöltyngdir vefir

Fjöltyngdir vefir

Það hefur aldrei verið auðveldara að búa til og vinna með fjöltyngda vefi!

Það er auðveldara að búa til og vinna með fjöltyngda vefi þökk sé nýjum tengingarmöguleikum fyrir þýðingar sem kallast 'Multilingual Associations'.
Nýja tungumálaviðbótin 'Multilingual Associations Component' gerir þér kleift að þýða allt efni vefjarins á einum stað. Þróunaraðilar viðbóta geta einnig tengt sínar viðbætur inn í þessa nýju virkni.
Þessi viðbót við grunnkerfið er stór breyting, þar sem tungumál efnistaka er nú sjálfkrafa búið til við innsetningu nýs tungumálapakka. Þú þarft bara að smella til að birta!
Enn er ekki öll sagan sögð: Breyttu þínu þýdda efni með því einu að smella á tungumálatáknið. Veldu, breyttu og eyddu tengdum upplýsingum í 'Associations' flipanum í valmyndartenglinum ...

InnleiðingÞróun
Joomla 3.7 bætt verkflæði

Bætt vinnuflæði

Búðu til valmyndartengil og efni í einu skrefi!

Efnið fyrst’ er kjarninn í vefkerfinu okkar.
Þessi nálgun þvingar notandann til að vinna efnisflokka, greinar og valmyndir í réttri röð. Að lokum er svo hægt að tengja valmyndartengil við grein eða greinaflokk. Joomla! 3.7 gerir þessa vinnslu mun fljótlegri og einfaldari.
Nú geturðu búið til “þrenninguna”: valmyndartengil, grein og greinaflokk - í einu einföldu skrefi, án þess að þurfa að vafra á milli greinalista, efnisflokka og valmyndarvinnslu.
Þegar búin er til tengill á ‘staka grein’ er smellt á ‘create hnappinn’, greinin skrifuð og vistuð og svo er efnisflokkurinn búin til ... Allt klárt!
Þú getur líka búið til tengilið, fréttafæði og urltexta valmyndar í sömu skrefum.

Vilt þú þýða þessa síðu? Innskráðu þig hér!